Í dag var árlegur hjóladagur Vallaskóla hjá yngsta stigi.
Hefð er orðin fyrir því að nemendur á yngsta stigi haldi hjóladaginn hátíðlegann. Nemendur mæta með reiðhjólin eða hlaupahjólin sín og fá tíma til að hjóla í þar til gerðri hjólabraut um skólalóðina.
Lögreglan mætti á svæðið og skoðað hjól og hjálma ásamt því að fræða börnin um umferðaröryggi.
Veðrið lék við okkur og var hjóladagurinn því með besta móti 🙂