Löng og frábær hefð er fyrir því að Kiwanis og Eimskip færi nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma að gjöf.
Hjálmarnir eru merktir eigendum sínum.
Með fylgdi orðsending frá Kiwanis um hjálmagjöfina:
Afgreiðsla hlífðarhjálma hófst 1997 til 7 ára barna. Eimskip hefur
verið kostnaðaraðili frá árinu 2004 en klúbbarnir undirbúið dreifingu
Eimskips trausta átakið
og okkar í slysavörnum
Er vænsta hjálma verkefnið
er veitist landsins börnum.
Öruggt gengur átakið
í okkar slysavörnum
vænsta hjálma verkefnið,
er veitist landsins börnum.
Hjálmur þétt um höfuðið
höggum á að varna.
Eimskip veitir verðmætt lið
að varna slysum barna
Foreldrum mikill fengur er
sú farsæld hverju sinni,
ef hjólandi barnið hjálminn ber
á höfði í umferðinni.
Hjörtur Þórarinsson
Búrfelli
Takk fyrir okkur