Hinsegin vika Árborgar 26. febrúar – 1. mars

Sveitarfélagið Árborg vill leggja sitt af mörkum til að skapa öruggt umhverfi og að öll verði virkir þátttakendur í samfélaginu og líði vel.
Það er ósk okkar að vikan opni hug íbúa fyrir málefninu og að sem flest taki þátt í að fagna með okkur fjölbreytileikanum.
Markmið vikunnar er að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg.

Til upplýsinga þá verður Teams fyrirlestur um hinseginleikann mánudaginn 26. febrúar kl. 20:00 hér má sjá upplýsingar um viðburðinn.

https://www.arborg.is/vidburdadagatal/hinseginleikinn-fraedsla-med-solveigu-ros

Eins verður Margrét Tryggvadóttir rithöfundur á Bókasafni Árborgar fimmtudaginn 29. febrúar og kynnir bækurnar sínar.

https://www.arborg.is/vidburdadagatal/sterk-stolt-fimmtudagskrydd

Bright Colored Rainbow Happy Pride Month Facebook Cover (1920 x 1080 px) – 1