Rithöfundurinn Bjarni Fritzson kom í heimsókn í Vallaskóla og las upp úr tveimur nýjustu bókunum sínum fyrir nemendur 2.-7. árgangs.
Nemendur hlustuðu af mikilli athygli enda þekkja þau bækurnar um Orra óstöðvandi vel og Salka er önnur bókin í nýrri bókaröð.
Spennan lá í loftinu og nemendur nutu þess að hlusta á Bjarna lesa og segja sögu.
Má segja að nemendur voru til fyrirmyndar og skólanum að vanda til sóma.