Nemendur í 2. árgangi fóru í skemmtilega heimsókn í tónlistarskólann á dögunum.
Þar fengu þau að kynnast strokhljóðfærafjölskyldunni: fiðlu (litla barnið), víólu (stóra systir), selló (mamman) og kontrabassa (pabbinn). Krakkarnir voru mjög áhugasöm og var vel tekið á móti þeim.