Nemendur í heimilisfræðivali hafa staðið í ströngu síðustu tvær vikur þar sem þau skreyttu kökur og í síðasta tímanum var Meistarakokkakeppni þar sem nemendur fengu grunnuppskrift sem þau máttu svo útfæra á sinn hátt.
Tveir dómarar dæmdu og voru sammála um að valið var erfitt og allir réttirnir mjög góðir. Lagt var uppúr því að hafa gott bragð af matnum en jafnframt að hann liti vel út á disknum.
Flottur hópur og mögulega leynast þarna kokkar og bakarar framtíðarinnar