Komið þið öll blessuð og sæl. (Þýðing þessa bréfs á pólsku verður send síðar. Ensk þýðing er neðst).
Rétt er að minna á að haustfrí hefst á morgun og stendur yfir dagana 15. og 16. október. Lokað er á frístund þessa daga. Kennsla hefst svo aftur mánudaginn 19. október.
Skólinn hefur verið á stigi sóttvarnahólfa síðustu tvær vikur. Það hefur gengið afar vel og ástæða er til að hrósa bæði nemendum og starfsfólki fyrir yfirvegun og jákvæðni í aðstæðum.
Eftir haustfrí mun Vallaskóli fara á stig sóttvarnasvæða.
Stig sóttvarnasvæða þýðir að nemendur sækja allar námsgreinar með hefðbundnum hætti skv. stundatöflu:
. Lögð verður áhersla á að sótthreinsa list- og verkgreinastofur á milli hópa.
. Mötuneytið verður opið fyrir alla nemendur og þar sömuleiðis gætt að smitgát með sótthreinsun og takmörkun snertingar á áhöldum. Nemendur og starfsfólk í 1.-2. bekk mun þó borða áfram hádegisverð á frístundaheimilinu Bifröst, allavega út næstu viku.
. Foreldrar/forráðamenn eru sem fyrr beðnir um að takmarka ferðir sínar inn í skólabyggingarnar. Sé það hins vegar nauðsynlegt biðjum við ykkur vinsamlegast um að bera andlitsgrímur og hanska.
. Nemendur eru ekki skyldugir til að bera grímu. Starfsfólk þarf hins vegar, að öllu jöfnu, að bera grímur og sótthreinsa hendur þegar farið er á milli sóttvarnasvæða. List- og verkgreinakennara þurfa fyrst um sinn að bera grímur í sínum kennslustundum þar sem þeir kenna mismunandi hópum.
. Fundarhöld takmarkast að mestu við fjarfundi.
Við viljum enn og aftur þakka velvild ykkar foreldra og forráðamanna og skilning á aðstæðum skólastarfsins í ljósi C19. Sá stuðningur er okkur mikilvægur. Sem eitt stöndum við í skólasamfélagi Vallaskóla sterk.
Gætið að smitgát öllum stundum og munið að við erum öll almannavarnir.
Með ósk um gott haustfrí.
Kær kveðja.
Starfsfólk Vallaskóla.