2. bekkur fór í skógarferð með vinum sínum af Álfheimum á miðvikudaginn 23.september. Verkefni ferðarinnar var að skoða skordýralífið í skóginum og notuðum við stækkunargler. Það fundust bæði ánamaðkar og sniglar og svo var líka gaman að skoða náttúruna með stækkunargleri.
Ferðin heppnaðist mjög vel og voru nemendur í 2.AV og leikskólabörn í Álfheimum dugleg við að vinna saman og skiptast á að nota stækkunarglerin.