Í dag var brugðið út frá hefðbundinni skóladagskrá í morgunsárið.
Árgangar hittust fyrst á bekkjarfundum með kennurum sínum og söfnuðust loks saman í íþróttasal skólans og sungu og dönsuðu.
Skólahljómsveitin í Grænum fötum spilaði nokkur lög og Gunnhildur Zumbakennari tók sporið við fögnuð nemenda.
Frábær samvera sem er að verða hefð í skólanum!