Föstudaginn 14. september var grænn dagur í Vallaskóla. Þá voru allir, nemendur og starfsmenn skólans, hvattir til að klæðast einhverju grænu og styðja þannig Olweusaráætlunina gegn einelti og gera hana sýnilega á skemmtilegan hátt. Það vilja auðvitað allir vera ,,græni kallinn“ í aðgerðaráætluninni. Sama dag voru bekkjarreglur í öllum stærðum og gerðum hengdar upp.
Hlutverk græna karlsins: Hann er verndari – er á móti eineltinu og hjálpar eða reynir að hjálpa þolanda.
Hér má sjá mynd af nokkrum nemendum í 8. KH sem íklæddust grænu í tilefni dagsins.