Á föstudaginn kemur, þann 8. nóvember næstkomandi, höldum við forvarnar- og baráttudag gegn einelti hér í Vallaskóla eins og síðustu ár. Við mætum öll í sal íþróttahússins kl. 10:30 og eigum þar góða stund saman. Starfsmannahljómsveitin í Grænum Fötum stígur á stokk og ætlar að flytja fjögur lög. Eitt af lögunum verður að sjálfsögðu Í larí lei og þar mun Gunnhildur stýra Vallaskóladansinum af sinni alkunnu snilld. Dagskráin tekur um 30 mínútur, kennsla heldu áfram samkvæmt stundaskrá í kjölfarið.
