Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í 6. og 7. bekk – rafrænt nám í Vallaskóla. – ATH! fundirnir eru tveir (sjá hér að neðan).
Við munum fara yfir helstu atriði varðandi Google Classroom og hvernig þið getið fylgst með framvindu námsins þar. Þá munum við líka kynna fyrir ykkur hugmyndafræðina um Verkefnamiðað nám (e. Project Based Learning) og Með eigin tæki (e. Bring Your Own Device).
Fundirnir eru stuttir eða um 40 mínútur og fara fram í stofu 20 á Sólvöllum (gengið inn um eldhúsinngang norðanmegin). Stofa 20 er staðsett við mötuneytið.
6. bekkur klukkan 19:30
7. bekkur klukkan 20:15
Snjallteymi Vallaskóla.
(Sjá einnig bréf sem sent var í Mentor)