Eins og flestir vita þá eru litlu jólin ómissandi viðburður í sérhverjum skóla. Árið í ár var auðvitað engin undantekning á því en litlu jólin voru haldin haldin í öllum árgöngum samkvæmt fyrirliggjandi hefð. Jólaleyfið hófst svo 20. desember en nemendur koma aftur í skólann 3. janúar 2018. Kennt verður samkvæmt stundaskrá.
Hér má sjá nokkrar myndir af litlu jólunum í 1.-5. bekk sem haldin voru í íþróttasalnum 20. desember. Þetta var í fyrsta sinn sem nemendur í 5. bekk taka þátt með yngsta stiginu en það er fastur liður að þeir sýni helgileikinn. Tókst það afar vel og unun var að horfa á atriðin sem voru í boði hjá nemendum í 1.-4. bekk. Ekki skemmdi fyrir góð mæting foreldra en fullt var út úr dyrum. Það var því glatt á hjalla þegar dansað var í kringum jólatréð í mörgum hringjum við undirleik hjómsveitar Tónlistarskóla Árnesinga og æstust leikar þegar einvalalið jólasveina mætti á svæðið.
Hér má einnig sjá mynd úr kertasundinu svokallaða sem er fastur liður í sundkennslu Vallaskóla á aðventunni.





