Glaðværð

Mikil gleðiganga fór fram í gær, fimmtudaginn 16. febrúar, en þá fóru nemendur og starfsmenn á yngsta stigi í skrúðgöngu um skólann og kynntu febrúardyggðina – glaðværð.

Nemendur héldu á teikningum þar sem myndefnið var auðvitað glaðværð og svo gleðivísum – t.d. brosi. Á meðan gleðigangan fór fram þá sungu þau nokkur lög og límdu upp myndirnar sínar. Allt þetta lífgaði heldur betur upp á hversdagslífið hjá okkur hinum.

Yngsta stig gaf svo út skemmtilegan bækling um glaðværð – í raun leiðbeiningar um glaðværð. Hvetjum alla til að skoða bæklinginn hér.

Myndband frá göngunni er aðgengilegt hér.

Fleiri myndir er svo hægt að sjá í albúmi undir myndefni.