Gjöf til skólans
Þrír nemendur í 5-HS þeir Loftur, Örn og Magnús Ingi færðu skólanum gjöf, en um er að ræð veglegt hraungrjót úr Fagradalshrauni sem nemendur höfðu sett á tréplatta í kennslustund í smíðinni. Þessari fínu gjöf verður fundinn staður í glerskápnum góða í anddyri skólans.

