Nemendur 1. – 4. árgangs fengu góða gjöf á dögunum en þá komu fulltrúar frá slysavarnafélaginu Tryggva færandi hendi. Allir nemendur fengu að gjöf endurskinsmerki og ekki vanþörf á í skammdeginu sem nú hellist yfir. Á myndinni má sjá fulltrúa frá slysavarnafélaginu ásamt Guðrúnu Jóhannsdóttur, deildarstjóra yngri deildar við Vallaskóla.
