Fyrir nokkru fékk hópurinn í umferðarfræðslu-vali fékk til sín góða gesti frá Umferðarstofu, þær Þóru Magneu Magnúsdóttur og Karinu Ernu Elmarsdóttur fræðslufulltrúa.
Þær ræddu ýmislegt sem viðkemur umferðaröryggi, lögðu fyrir verkefni og sýndu mjög áhrifaríka og átakanlega heimildarmynd sem Umferðarstofa lét gera um alvarlegt umferðarslys sem varð í Skagafirði árið 2006.
Myndin vakti margar spurningar hjá nemendum og hefur eflaust vakið marga til umhugsunar um hve mikil ábyrgð fylgir því að keyra bíl og hve skelfilegar afleiðingar umferðarslys geta haft í för með sér.
Myndin vakti margar spurningar hjá nemendum og hefur eflaust vakið marga til umhugsunar um hve mikil ábyrgð fylgir því að keyra bíl og hve skelfilegar afleiðingar umferðarslys geta haft í för með sér.