Fyrsta Tómstundamessa Árborgar

Tómstundamessa var haldin í íþróttahúsinu Vallaskóla 31. ágúst sl. í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu Árborg.

Mynd: Vallaskóli 2017 (GMS).

Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga fengu tækifæri til að kynna starfið sitt fyrir börn í grunnskólum og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra. Má þar nefna meðal annars frítímastarf skáta, björgunarsveita, tónskóla, félagsmiðstöðvar, kirkju auk þess sem fjölmargar íþróttagreinar voru kynntar.

Á myndinni má sjá nemendur í 2. bekk Vallaskóla kynna sér fótbolta og þar sem þeir fengu m.a. að máta fótboltaskó. Var ekki laust við að nemendum þætti tómstundamessan almennt skemmtileg og spennandi.