Öskudagur var haldinn hátíðilegur í Vallaskóla og á Bifröst – skólavistun. Margir nemendur og starfsmenn skólans komu í búningum eða í öðru dulargervi. Nemendur á yngsta stigi voru þó duglegust allra enda komu flest þeirra í búningum. Eftir hádegi var boðið upp á dagskrá fyrir þá nemendur sem voru skráðir í vistun á Skólavistun. Þar var kötturinn sleginn úr tunnu, farið í limbó og aðra leiki. Krakkarnir fengu popp, frostpinna og svo var brauð og skúffukaka í kaffitímanum. Hátíðarhöldin fóru vel fram og allir fóru sáttir heim að loknum öskudegi.
Fleiri myndir má sjá undir ,,Myndefni“.