Aðalefni fundarins var lestur námskrár.
Mætt voru: Guðrún Tryggvadóttir formaður, Birgir Leó Ólafsson og Sigrún Árnadóttir meðstjórnendur
Aðalefni fundarins var lestur námskrár.
Foreldraráð er búið að lesa aðalnámskrá og námskrá Vallaskóla yfir í fögunum: Lífsleikni, Íþróttir og Stærfræði í 4. og 7. bekk.
Þótti ráðinu að í námskrá Vallaskóla væru minni skil gerð á hvaða bækur væru notaðar við kennslu í hverju fagi og námskrárnar einfaldara í uppsetningu en aðalnámskrá grunnskóla.
Varðandi íþróttakennslu kom ekki fram í námskrá Vallaskóla að farið væri eftir vitsmunaþroska og ekki var tekið fram að hreyfiþroskapróf væri tekið í fyrsta bekk eins og aðalnámskrá grunnskóla kveður á um.
Þetta var síðasti fundur Birgis Leós og þakkar ráðið honum vel unnin störf.
Ennþá vantar fleiri í foreldra í ráðið á nýjum vetri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00.
Guðrún Tryggvadóttir
Birgir Leó Ólafsson
Sigrún Árnadóttir