Fundur 19, 28. febrúar 2006


1. Foreldraverðlaun Heimili og skóla.


2. Farið var yfir svör Eyjólfs Sturlaugssonar vegna fyrirspurna frá síðasta fundi.


3. Húsnæðismál Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.


4. Kvartanir.

Mætt voru: Guðrún Tryggvadóttir formaður, Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir ritari, og Birgir Leó Ólafsson meðstjórnandi..


1. Foreldraverðlaun Heimili og skóla.


Foreldraráðinu hefur borist tilkynning frá Heimili og skóla þar sem sagt er frá foreldraverðlaunum sem landssamtökin veita og munu þau verða veitt 16 maí n.k. Að auki stendur til að veita hvatningaverðlaun til einstaklinga og skóla ef tilefni þykir til. Heimili og skóla leitar eftir tilnefningum um einstaklinga, félög eða skóla sem hafa stuðlað að: – árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara, – jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla og því að brúa bilið milli foreldra og nemenda.


2. Farið var yfir svör Eyjólfs Sturlaugssonar vegna fyrirspurna frá síðasta fundi.


Varðandi fyrirspurn ráðsins um mötuneytið svarar Eyjólfur því að búið sé að taka öll mötuneyti sveitarfélagsins út og sé verið að vinna í þessum málum. Margrét Katrín Erlingsdóttir staðfesti að seinni part janúar var skipaður vinnuhópur til að endurskoða mötuneyti leik- og grunnskóla og þætti foreldraráðinu gott að fá að vita hvað vinnu þess hóps liði.


3. Húsnæðismál Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.


Lögð var fram greinargerð um vinnu starfshóps í málinu og þykir foreldraráði gott að málið skuli vera í þeim farvegi að málin séu í skoðun.


4. Kvartanir.


a) Borið hefur á kvörtunum vegna þrifa eða þrifaleysis á skólanum. Á það við um kennslustofur og sameiginleg rými. Hafa foreldrar verið að láta í ljós undrun sína á hversu erfiðlega gengur að halda hvítum fötum hvítum og á það við bæði um sokka og peysuermar. Myndi foreldraráðið vilja vita hvernig þrifum í skólabyggingunum er háttað.


b) Hávaði og erfitt kennsluumhverfi í íþróttahúsinu við Sólvelli. Aðeins hefur borist á kvörtunum um þetta í gegnum árin og þykir foreldraráðinu það skrýtið þar sem til eru flekar sem nota á til að skipta um salnum í þægilegri stærðareiningar. Þætti ráðinu gott að vita hvað þeim málum liði.


Næsti fundur ákveðin 20. mars kl. 20:00


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30.


Guðrún Tryggvadóttir


Ingibjörg E.L Stefánsdóttir


Birgir Leó Ólafsson