Fundur í skólaráði Vallaskóla
Fundur haldinn 9.10.2019 kl. 17:00
Mætt voru: Guðbjartur Ólason, Inga Dóra Ragnarsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, María Ágústsdóttir, Kristjana Hallgrímsdóttir, Guðrún Eylín Magnúsdóttir og Halldóra Heiðarsdóttir
Forfölluð: Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð og Helena Freyja M. S. Marísdóttir.
- Skólastjóri kynnir ákvæði grunnskólalaga
- Skólastjóri kynnir starfsáætlun Vallaskóla
- Grænfánaverkefni Vallaskóla
Skólastjóri stingur uppá að skólaráð styðji við grænfánanefnd skólans þar sem brýnt sé að taka þátt í þeim aðgerðum er þarf til að vernda umhverfið.
Sorpflokkun í brennidepli og vill Vallaskóli vera framarlega í þeim efnum. Öflug flokkun framundan.
Verðum að byrja á okkur sjálfum og stuðla að góðu umhverfisstarfi. Grænfánavottun fókusverkefni þessa skólaárs.
- Helstu viðfangsefni Vallaskóla umfram hefðbundið skólastarf
Mikil fjölgun nemenda í Vallaskóla, hugmyndir til að takast á við það. Hvernig er hægt að nýta skólann til fullnustu, hvernig hægt er að hlúa að starfsfólki.
Mögulega bjóða bæjarstjórnarfólki og bæjarstjóra í heimsókn í umræður með starfsfólki þar sem staðan er rædd og heyra þeirra hugmyndir hvað skuli gera áður en nýr skóli tekur til starfa.
Hljóðvist með stækkandi nemendahóp.
Mikilvægt að öllum líði vel, bæði nemendum og starfsfólki.
Skólaráðsmeðlimum gefst kostur á að velta þessu fyrir sér og ræða betur á næsta fundi.
Næsti fundur 12. nóvember 2019 kl. 17:00.
Fundi slitið kl. 17:45.