Fundur haldinn í skólaráði Vallaskóla miðvikudaginn 7. nóvember kl. 17:00
Mættir: Guðbjartur Ólason, Gunnar Bragi og Hrönn fyrir hönd foreldra, Guðrún Eylín og Svanfríður fyrir hönd kennara, Helga Einarsdóttir fyrir hönd annars starfsfólks, Esther Ýr og Kári fyrir hönd nemenda Jón Özur fyrir hönd grenndarsamfélags.
1) Guðbjartur setur fundinn, kynnir fulltrúa í stuttu máli og lýsir hlutverki skólaráðs.
2) Endurskoðuð skólanámsskrá Vallaskóla. Guðbjartur fylgir málinu eftir, leggur fram skólanámsskrána og leggur áherslu á hlutverk hennar og mikilvægi. Gert er ráð fyrir því að skólaráðsfulltrúar kynni sér efni hennar og geti tekið afstöðu til þess.
3) Guðbjartur kynnir í fáum orðum helstu viðfangsefni Vallaskóla á þessu hausti umfram hið hefðbundna skólastarf. Segir frá þróunarstarfi í samvinnu við leikskóla og framhaldsskóla á svæðinu, starfi heilsueflandi skóla og væntanlegri heimanámsstefnu Vallaskóla. Umræður.
4) Undir liðnum önnur mál vekur Guðbjartur athygli á því hverjar eru rætur Vallaskóla og upphaf. Umræður. Greint er á milli sögu fræðslumála á Selfossi og sögu einstakra stofnanna.
Minnst á mikilvægi þess að halda svokallaða rýmingaræfingu í skólahúsnæðinu. Málið rætt.
Rætt um leiksvæði skólans og viðhald þeirra.Ákveðið að halda næsta fund að tveimur vikum liðnum, 21. nóvember 2012.
Fundi slitið kl. 17:45.
Gunnar B. Þorsteinsson
Guðrún Eylín
Helga R. Einarsdóttir
Jón Özur
Kári Valgeirsson
Esther Ýr Óskarsdóttir
Hrönn Bjarnadóttir
Svanfríður Guðmundsdótti
Guðbjartur Ólason