Fundur í skólaráði Vallaskóla
Fundur haldinn 06.03.2019 kl. 17:00
Mætt voru: Guðbjartur Ólason, Inga Dóra Ragnarsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, María Ágústsdóttir, Guðrún Eylín Magnúsdóttir, Kristjana Hallgrímsdóttir, Helena Freyja M. S. Marísdóttir og Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð.
- Skólastjóri setur fundinn.
- Skóladagatal 2019-2020 kynnt.
Allt með svipuðu formi og áður og samþykkt á fundi.
- Hugmyndir um seinkun tímaáss efsta stigs.
Rætt án niðurstöðu. Er ekki á dagskrá en eðlilegt að þessar hugmyndir séu ræddar. Góð rök bæði með og á móti en mikinn undirbúning þarf áður en þessar hugmyndir verða að veruleika. Mögulega lýðræðisleg kosning á meðal unglinga. Taka þarf með í reikninginn að svona ákvörðun getur haft áhrif á allt samfélagið.
- Næsta skólaár.
Hugmynd hvort nemendur gætu farið í skólabúðir.
Meira samstarf foreldra og skóla.
Rætt um matartíma á yngsta stigi.
- Önnur mál.
GPP: Skólaferð innan héraðs, hugmyndir að koma slíku á á Laugarvatni. Þyrfti að vera á skóladagatali og þá um leið hluti af skólastarfi. Kostnaður þyrfti að vera í algjöru lágmarki/jafnvel enginn kostnaður fyrir foreldra.
Foreldratenglar. Mögulega virkja nemendaráð í samstarf við tengla í elstu bekkjunum. Þyrfti að vera minna um kostnaðarsamar ferðir og meira um samveru.
Næsti fundur 10. apríl 2019.
Fundi slitið kl. 18:20.