Fundargerð skólaráðs 22. maí 2018

Skólaráð Vallaskóla

Fundur í skólaráði þriðjudaginn 22. maí kl. 16:30 í stofu 16, Vallaskóla.

Mætt: Þorvaldur H. Gunnarsson, skólastjóri Vallaskóla, Sigurborg Kjartansdóttir aðstoðarskólastjóri, Magnea Bjarnadóttir, fulltrúi annars starfsfólks, Ingunn Guðjónsdóttir, fulltrúi kennara,Guðrún Þóranna Jónsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélags.

Forföll: Fulltrúar foreldra og fulltrúar nemenda.

 

Dagskrá:

Skólastjóri setti fund, bauð skólaráð velkomið til fundar og kynnti dagskrá fundarins.

  1. Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins. Sigurborg aðstoðarskólastjóri hefur tekið saman niðurstöður sem hún kynnti skólaráðinu. Svör foreldra voru 92,4% sem telja má nokkuð gott. Fram kom hjá Sigurborgu að foreldrar töldu að þeir notuðu þá þjónustu sem boðið er upp á í Vallaskóla meira en áður eða frá 30% – 60%. Almennt eru foreldrar jákvæðir varðandi skólann en ekki er miklar breytingar frá síðustu könnun Skólapúlsins.
  2. Vorverk og staðan á helstu málum varðandi húsnæði og starfsmenn. Vorverk eru hefðbundin. Skóladagatalið er tilbúið. Búið er að ráða kennara og þroskaþjálfa, einnig mun verða ráðinn viðbótar stuðningsfulltrúi á unglingastigi. Vinna við húsnæðismál er á áætlun og gert ráð fyrir að 5 nýjar stofur verði teknar í notkun í Vallaskóla í haust.
  3. Starfsemi skólaráðs á skólaárinu 2018 – 2019. Þorvaldur skólastjóri sagði það ósk stjórnenda að skólaráð myndi funda 6 sinnum á næsta skólaári. Framundan er endurnýjun á ráðinu.
  4. Önnur mál.

a) Skólaþing nemenda er framundan 24. maí.

b) Einnig mun verða fundur með foreldrum unglingastigs vegna þeirra breytinga sem eru framundan og hafa verið kynntir skólaráði.

Næsti fundur skólaráðs verður í september.

Fleira ekki tekið fyrir og Þorvaldur H. Gunnarsson skólastjóri sleit fundi kl. 18:00.

Guðrún Þóranna Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Fylgiskjal: Samantekt Sigurborgar Kjartansdóttur á niðurstöðum foreldrakönnun Skólapúlsins.