Fundur í Skólaráði Vallaskóla miðvikudaginn 2. nóv. 2016
Mætt: Guðbjartur Ólason skólastjóri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir fulltrúi grenndarsamfélags, Guðbjörg Guðjónsdóttir fulltrúi foreldra, Ingunn Guðjónsdóttir og Gísli Felix Bjarnason fulltrúar kennara, Magnea Bjarnadóttir fulltrúi annars starfsfólks, Haukur Þór Ólafsson og Matthildur Vigfúsdóttir fulltrúar nemanda. Birna Jóhanna Sævarsdóttir fulltrúi foreldra boðaði forföll.
Guðbjartur skólastjóri setti fund kl. 17:15 og bauð fundargesti velkomna, sérstaklega nýja fulltrúa foreldra, kennara og nemenda.
Dagskrá fundar:
- Hlutverk skólaráðs. Guðbjartur kynnti fundarmönnum ákvæði grunnskólalaga um skólaráð. Einnig lagði skólastjóri fram núverandi skólastefnu Árborgar.
- Eftirfylgni og úttekt á Vallaskóla. Guðbjartur las bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti um eftirfylgni með úttekt á Vallaskóla. Ráðuneytið telur að sveitarfélagið hafi fyllilega gert grein fyrir umbótum í kjölfar úttektar. Telst málinu lokið að hálfu af hálfu ráðuneytisins.
- Starfsáætlun Vallaskóla. Skólastjóri kynnti ítarlega starfsáætlun Vallaskóla 2016 – 2017 sem er 34 blaðsíður. Fram kom m.a. að Foreldrafélag Vallaskóla er vel virkt. Félagið hefur staðið fyrir kynningar- og forvarnarfundum í samstarfi við Foreldrafélag Sunnulækjarskóla. Einnig hefur verið skimað vegna kvíða í 9. bekk og unnið með einstaklingum sem glíma við erfiðleika vegna kvíða. Nánar verður rætt um starfsáætlunina á næsta fundi.
- Helstu viðfangsefni í Vallaskóla umfram hefðbundið skólastarf. Guðbjartur skólastjóri taldi að helsta viðfangsefni skólaársins verði vinna með námsmat. Teknir voru upp nýir námsmatskvarðar í 10. bekk á síðastliðnu ári, bókstafskvarði. Fundarmenn ræddu nýja námsmatið og telja kennarar og skólastjóri það hafa komið tiltölulega vel út.
- Önnur mál
- Guðbjörg spurði um samræmdu prófin. Guðbjartur sagði að fjórðu og sjöundu bekkir hefðu þreytt prófið í september. Samræmdu prófin voru rafræn í fyrsta sinn og gekk það nokkuð vel, nemendur tóku þessarri nýbreytni vel. Kennarar upplifðu að það vantaði tækifæri til að hvetja nemendur – þar sem rafræna kerfið býður ekki upp á það, prófið hverfur jafnóðum.
- Guðbjartur upplýsti ráðið um að tvær flóttamannafjölskyldur frá Sýrlandi myndu koma til Selfoss í næsta mánuði. Börnin eru 6 á skólaaldri og munu trúlega koma í Vallaskóla. Undirbúningur er hafinn og mun verða ráðinn verkefnisstjóri á vegum Svf. Árborgar.
Fleira ekki rætt og fundi slitið 17:55
Fundarritari: Guðrún Þóranna Jónsdóttir