FSu og ML í heimsókn á unglingastigi

Fimmtudaginn 18. febrúar kíktu náms- og starfsráðgjafar Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni í heimsókn.

Kynntust nemendur 10. bekkjar Vallaskóla námsframboði, inntökuskilyrðum, aðbúnaði og félagslífi skólanna.
Nú í febrúar fer innritun á starfsbrautir framhaldsskólanna fram og hefst forinnritun á bók- og verknámsbrautir 8. mars og stendur til 13. apríl. Loka innritun fer fram dagana 6. maí til 10. júní. Menntamálastofnun sendir grunnskólum veflykla á næstu dögum sem verða afhentir nemendum. Veflyklana má einnig nálgast í gegnum www.menntagatt.is með Íslykli forráðamanna þá daga sem forinnritun fer fram.
Hér má nálgast nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla
Takk fyrir heimsóknina FSu og ML!
Vallaskóli 2021 (BAB)
Vallaskóli 2021 (BAB)