Nú er kominn sá tími þegar framhaldsskólarnir bjóða verðandi framhaldsskólanemum að koma og kynnast starfsemi sinni. Hér fyrir neðan eru auglýsingar um kynningar í nokkrum skólum (þær verða settar inn hér jafnóðum og þær berast okkur í Vallaskóla).
Vekjum sérstaka athygli á stóru framhaldsskólakynningunni sem fram fer í Kórnum 6.-8. mars þar sem yfir 25 skólar og fræðsluaðilar kynna starfsemi sína, sjá nánar á http://verkidn.is/ . Þess má geta hér að ráðgert er að fara með nemendur í 9. og 10. bekk Vallaskóla á sýningardaginn 6. mars.
Fjölbrautaskóli Suðurlands 23. janúar
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 6. febrúar
Fjölbraut í Garðabæ 25. febrúar
Menntaskólinn við Sund 10. mars
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 11. mars
Menntaskólinn við Hamrahlíð 12. mars
Fjölbrautaskólinn við Ármúla 12. mars
Kvennaskólinn í Reykjavík 18. mars
Menntaskólinn við Sund 19. mars/ath breyting á tíma. Kynningin verður 10. mars (sjá hér ofar).
Menntaskólinn í Reykjavík 22. mars
Menntaskólinn í Kópavogi 26. mars