Framhaldsskólakynningin 6. mars

Framhaldsskólakynningin 6. mars (9. og 10. bekkur)

Nemendur í 9. og 10. bekk fara á Stóru framhaldsskólakynninguna 6. mars og eiga að vera mætt á staðinn kl 12. Brottför er því um kl. 11.00. Nemendur fá leiðsögn um svæðið. Kynningin er haldin í samstarfi við Íslandsmót iðn- og verkgreina og meiningin er að hafa þetta fyrirkomulag annað hvert ár. Það ár sem þessi stóra kynning er ekki í boði þá verður kynning heima í héraði í staðinn. 

Tímasetningin er líka skipulögð út frá Samfés, þannig að skólar utan af landi geti sameinað þetta allt saman í einni ferð. Af þeim sökum er reynt að taka á móti krökkum af Reykjavíkursvæðinu og nágrenni á fimmtudeginum. Von er á ca 7000 nemendum en skipuleggjendur segja að tekið sé á móti hópum á klukkutíma fresti, 700 nemendur í einu og því verði alltaf um 1400 nemendur á svæðinu á hverjum tíma. Þetta verður örugglega mikið fjör en auk kynninganna verður farið í ratleiki og ýmislegt skemmtilegt gert.

Hér er slóð á sýninguna/kynninguna í Kórnum: http://verkidn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=78:islandsmot-ien-og-verkgreina-2014-og-framhaldsskolakynning