Dagana 19. til 21. febrúar stóðu náms- og starfsráðgjafar Vallaskóla fyrir framhaldsskóla-lotu fyrir 10. árgang.
Markmið lotunnar:
-
Fræðsla um framhaldsskóla umhverfið og námsframboð
-
Fræðsla um innritunarferlið
-
Kynning og vinna með upplýsingavefinn www.naestaskref.is
-
Kynning og heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurlands
-
Kynning frá Menntaskólanum að Laugarvatni
-
Kynning frá AFS – Alþjóðlegu skiptinemasamtökunum
-
Kynning á Mín framtíð í Laugardalshöll
-
Stutt kynning á námi að loknum framhaldsskóla
-
Verkefnavinna og ígrundun
Lotan dreifðist yfir þrjá daga og féll almenn kennslu niður þá daga. Fyrsta daginn fengu nemendur almenna fræðslu um framhaldsskólann, muninn á bekkjakerfi og áfangakerfi, þrepaskiptingu áfanga, námshraða og bóknámsbrautir. Náms- og starfsráðgjafar Fjölbrautaskóla Suðurlands kíktu til okkar ásamt fulltrúum nemenda í nemendaráði. Þar fóru þau yfir námsframboð skólans og félagslíf. Að því loknu fengu umsjónarbekkir að fara í heimsókn yfir í FSu ásamt umsjónarkennurum sínum og námsráðgjöfum og kanna aðstæður og aðbúnað. Vel var tekið á móti okkur og nemendur til fyrirmyndar.
Fimmtudagurinn hófst á kynningu um iðn- og verknám. Við horfðum á myndbönd frá nemendum og starfsfólki í fjölbreyttum greinum og unnum verkefni út frá næstaskref.is. Menntaskólinn að Laugarvatni kom til okkar með líflega og skemmtilega fræðslu um námsframboð og félagslíf. Nemendur könnuðu störf og námsleiðir í gegnum næstaskref.is og eftir hádegi var fræðsla um innritun í framhaldsskóla.
Föstudagurinn byrjaði á verkefni um ýmsar staðhæfingar tengdar framhaldsskólanum og hvort þær væru sannar eða ósannar. Var þetta gert til að rifja upp helstu upplýsingar úr fyrirlestrum lotunnar. Við fengum góða gesti frá AFS samtökunum, sem eru alþjóðleg samtök skiptinema. Kynningin þeirra var afar áhugaverð og eru nemendur hvattir til að skoða heimasíðu þeirra www.afs.is ef þeir hafa áhuga á að gerast skiptinemar eða sækja önnur námskeið á þeirra vegum. Lotan endaði á stuttri kynningu um námsleiðir í íslensku Háskólum, framboð og inntökuskilyrði.
Við náms- og starfsráðgjafar vonum að nemendur í 10. árgangi séu öruggari þegar kemur að upplýsingaleit, ígrundun og vali á námi á framhaldsskólastigi. Að þau viti hvert þau geti leitað ef upp koma vandamál og horfa til framtíðar með tilhlökkun og jákvæðni. Við þökkum nemendum okkar fyrir góða þátttöku og skemmtilegrar samvinnu í framhaldsskólalotunni og okkur hlakkar til áframhaldandi ígrundunnar með þeim á þessum mikilvægu tímamótum í þeirra lífi.
Birna Aðalheiður og Guðný María, náms- og starfsráðgjafar