Vallaskóla 29.12.2020
Kæru fjölskyldur.
Komiði öll sæl og gleðilega hátíð.Í þessu bréfi fjöllum við um einungis eitt atriði:
1. Framhald skólahalds í Vallaskóla vegna sóttvarnaaðgerða frá 1. janúar
2021 til og með 28. febrúar 2021.
Nánar:
1. Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar nr. 1306/2020 var
samþykkt af ríkisstjórninni 21. desember síðastliðinn (sjá nánar hér
https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/hrn/nr/1306-2020).
Reglugerðin eykur sem betur fer á frekari tilslakanir gagnvart skólastarfinu (sjá
4. gr.) Í stuttu máli þýðir það að skólastarf mun fara í eðlilegt horf frá og með 5.
janúar 2021, þó með tilliti til neðangreindra takmarkana.
Helstu takmarkanirnar eru eftirfarandi (hafa fyrst og fremst áhrif á starfsfólk
skólans):
Skólinn verður á stigi sóttvarnasvæða. Nemendur og starfsfólk má fara á
milli svæða í skólanum, þó ekki að nauðsynjalausu. Allir verða sem fyrr
beðnir um að gæta vel að sínum eigin sóttvörnum.
Fjöldatakmarkanir nemenda í rými miðast við 50 einstaklinga í öllum
árgöngum. Nemendur mega blandast á milli nemendahópa. Undantekning
frá fjöldatakmörkun nemenda er leyfð á sameiginlegum svæðum skólans,
við innganga, í anddyri, á salerni, á göngum, mötuneyti og í skólabíl.
Allir nemendur geta nú nýtt þjónustu mötuneytis skv. matartímum í
stundatöflu. Einhver stýring verður á nemendum inn og út úr matsalnum
og skólastjórnendur munu verða á staðnum vegna þessa, einnig vegna
sótthreinsunar og þrifa á milli hópa.
Fjöldatakmarkanir starfsfólks í rými miðast nú við 20 einstaklinga svo
lengi sem hægt er að tryggja 2 m fjarlægðarmörk. Annars tekur
grímuskylda við. Starfsfólki verður heimilt að fara á milli nemendahópa.
Starfsfólk skal að öllu jöfnu notast við andlitsgrímur á sameiginlegum
svæðum skólans.
Foreldrar og forráðamenn skulu eftir sem áður ekki koma inn í
skólabyggingar. Sé það nauðsynlegt ber þeim að nota grímu og hanska.
Að lokum minnum við alltaf á þessi góðu skilaboð:
Ágætt er að hafa í huga að ekki er ætlast til að nemendur sem ekki deila saman
rými í skólanum séu að hittast eftir að skóla lýkur. Sjá betur hér
(https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item40636/Samkomutakmarkani
r-og-b%C3%B6rn-2.10.2020.pdf) um Samkomutakmarkanir og börn.
Gætið að smitgát öllum stundum og munið að við erum öll almannavarnir.
Kær kveðja.
Starfsfólk Vallaskóla.