Fyrir nokkrum dögum fengu nemendur í 10. bekk í vali í heimilisfræði heimsókn af kokki sem kenndi þeim að elda indverskan mat og franskan eftirrétt. Varð úr góð veisla sem nemendur nutu vel. Kokkurinn er fyrrverandi nemandi í skólanum og hefur dvalið um tíma í Frakklandi og Indlandi. Var þetta liður í að kynnast matargerð frá öðrum þjóðum.
Guðbjörg Jenný, heimilisfræðikennari.