Frá öryggisnefnd Vallaskóla

Kæru fjölskyldur nemenda í Vallaskóla.

Með þessu bréfi viljum við upplýsa ykkur um helstu ráðstafanir í skólastarfinu sem gerðar hafa verið í vikunni sem af er vegna COVID-19.

  • Öryggisnefnd Vallaskóla gegnir hlutverki viðbragðsteymis stofnunarinnar vegna COVID-19. Nefndin samræmir upplýsingaflæði vegna COVID-19 og miðlar því til starfsfólks og forráðamanna eins og við á.
  • Búið er að taka vatnshana í aðalanddyri Sólvalla úr notkun ótímabundið.
  • Settir hafa verið upp sjálfsafgreiðsluvatnshanar í mötuneytinu þar sem hver og einn dælir vatni beint í glös (smitleið er lítil sem engin).
  • Óviðkomandi aðgangur nemenda, starfsfólks, sölumanna og annarra er bannaður að eldhúsi skólans.
  • Salatbarinn í mötuneytinu er ekki notaður heldur skammtar starfsfólk mat eingöngu yfir afgreiðsluborðið. Gæta verður fyllsta hreinlætis og starfsfólk er í hönskum m.a. við þessa iðju.
  • Hnífapör í mötuneytinu eru afgreidd yfir afgreiðsluborðið af starfsfólki.
  • Grill- og örbylgjuaðstaða nemenda er lokuð.
  • Nemendur og starfsfólk er hvatt til að gæta að almennu hreinlæti og þvo hendur sínar vel og vandlega, eins að gæta að dreifingu munn- og nefúða þegar hóstað/hnerrað er.
  • Í allflestum rýmum er aðgengi að handspritti (gæta verður þó að ofnotkun en hún getur leitt til sáramyndunar).
  • Á öllum salernum skólans eru myndræn skilaboð um góðan handþvott.
  • Allflestir snertifletir innanhúss eru ræstaðir a.m.k. einu sinni á dag.
  • Árshátíðum á yngsta stigi hefur verið frestað. Þemadagar verða felldir niður. Árshátíð starfsfólks sem vera átti í mars hefur verið frestað. Frestun annarra viðburða er í skoðun (metið frá degi til dags).
  • Samráðshópur mennta- og menningarmálaráðuneytis mun gefa út tilkynningar til skóla komi til lokana þeirra.
  • Á núverandi tímapunkti hefur ekki verið tekin ákvörðun um framkvæmd heimanáms komi til lokunar skóla. Það skýrist væntanlega betur í næstu viku.

Fyrir hönd Öryggisnefndar Vallaskóla sem tekur að sér verkefni viðbragðsteymis stofnunarinnar vegna COVID-19.

Í nefndinni eru:

Guðbjartur Ólason gudbjartur@vallaskoli.is  skólastjóri, Þorvaldur Halldór Gunnarsson thorvaldur@vallaskoli.is  aðstoðarskólastjóri, Óskar Arilíusson oskar.ariliusson@vallaskoli.is húsvörður, Hrönn Bjarnadóttir hronn@vallaskoli.is kennari, Gísli Rúnar Magnússon gisli.runar@vallaskoli.is stuðningsfulltrúi, Bergur Tómas Sigurjónsson bergur@arborg.is forstöðumaður íþróttahúss Vallaskóla, Rakel Dóra Leifssdóttir rakel.dora@vallaskoli.is aðstoðarforstöðumaður Bifrastar frístundarheimilis. Að auki er Svanbjörg Andrea Halldórsdóttir svanbjorg.andrea@vallaskoli.is skólahjúkrunarfræðingur í nefndinni á meðan COVID-19 ástandið varir.