Frá nemendum í 10. bekk

Næstu daga munu nemendur í 10. bekk Vallaskóla ganga í hús á Selfossi og selja penna til styrktar Félagi heyrnarlausra. Einnig verða þau með pennana til sölu í nokkrum verslunum á Selfossi.

Hluti af ágóða sölunnar rennur í sjóð fyrir útskriftarferð 10. bekkinga sem verður 16.-18. maí. 

Með fyrirfram þökk og von um góðar viðtökur. Bestu kveðjur frá 10. bekk Vallaskóla.