Frá Foreldrafélagi Vallaskóla

Sælir foreldrar og forráðamenn

Nú er loksins komin rukkun í heimabankann frá foreldrafélaginu. Þessi rukkun er fyrir veturinn sem er að líða 2022-2023. Gjald foreldrafélagsins er 2000 krónur á fjölskyldu sama hversu mörg börn hún er með í skólanum. Einnig skal taka fram að gjaldið er valfrjálst.
Starfsemi félagsins hefur verið á rólegri nótunum undanfarin ár en samt höfum við gert ýmislegt sem við erum stolt af. Í Covid styrktum við 10. bekkinga í sínum útskriftarferðum þar sem fjáröflunartækifæri voru af skornum skammti. Við höfum styrkt skólann með ýmislegt sem ekki hefur verið á fjárhagsáætlun eins og t.d. auka peningastyrkur til bókakaupa fyrir bókasafnið og fleira.
Núna síðast gáfum við skólanum afmælisgjöf í formi styrks til spilakaupa á bókasafnið, en spilakostur safnsins var farin að láta á sjá eftir mikla og stöðuga notkun.
Næsta vetur er ætlunin að fara í meiri sýnileika og byrja aftur með námskeið og kynningar fyrir bekkjartengla og foreldrafræðslu. Við óskum líka eftir ábendingar um eitthvað sem ykkur finnst að vera í verkahring félagsins.
Það er á stefnuskrá félagsins að boða til aðalfundar strax á haustdögum og vonumst við til að sjá ykkur sem flest þar því starfið byggir á virkni foreldra og forráðamanna.
Kveðja
Stjórn foreldrafélags Vallaskóla