9. bekkur úr öllum skólum Árborgar tók þátt í forvarnardeginum.
Þar var boðið var upp á fyrirlestra, umræðu um hatursorðræðu, kynningu frá Björgunarsveit Árborgar, heimsókn frá lögreglunni og margt fleira.
Dagurinn var settur með fyrirlestri frá Sif Atladóttur. Nemendur fóru á milli stöðva sem voru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar.
Vel heppnaður dagur sem endaði í pylsupartýi.



