Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla
Framundan er starfsdagur og foreldradagur 4. og 5. febrúar.
Á báðum þessum dögum verða foreldraviðtöl.
Vegna Covid-19 munu viðtölin fram í síma eða í fjarfundarbúnaði eins og síðast. Tímapantanir fara eingöngu fram í Mentor (sjá nánar upplýsingar frá umsjónarkennurum).
Opnað verður fyrir viðtalspantanir í Mentor í dag, föstudaginn 29. janúar kl. 14:00. Skráningin er opin í um fimm daga en lokað verður fyrir hana þriðjudaginn 2. febrúar kl. 16:00.
Lengd hvers viðtals er áætluð 10-15 mínútur (nema annað hafi verið ákveðið).
Eins og áður hvetjum við forráðamenn að ræða líka við aðra kennara en umsjónarkennara sem einnig verða til viðtals þessa daga. Vinsamlegast hafið þá samband við viðkomandi deildarstjóra.
Að auki minnum við svo á að miðvikudaginn 17. febrúar (öskudag) er skertur skóladagur hjá okkur, þ.e. skóladegi lýkur um kl. 12:40. Einnig bendum við á að við förum í vetrarfrí dagana 22.-23. febrúar.
Með kærri kveðju.
Starfsfólk Vallaskóla