Foreldrabréf í september

Vallaskóla 23. september 2021
Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla

Skólaárið hefur að öllu jöfnu farið vel af stað og á þessum tímapunkti viljum við hnykkja á
nokkrum praktískum atriðum:

 Framundan er starfsdagur og haustþing kennara föstudaginn 24. september, þ.e.
á morgun sem sagt. Þá er frí hjá nemendum.

 Eins og áður hefur komið fram falla samræmd könnunarpróf niður í 4. og 7. bekk en
þau hefðu átt að fara fram á næstu tveimur vikum.

 Nú húmar að vetri og vert að minna á endurskinsnotkun.

 Að gefnu tilefni eiga nemendur að geyma hlaupahjól sín úti (ekki inni í skólanum)
eins og um reiðhjól væri að ræða. Það má ekki nota þessi ökutæki á skólalóð og þau
eiga að vera læst á geymslusvæðum. Skólinn ber ekki ábyrgð á þjófnaði eða
skemmdum á eigum nemenda.

 Umferðaröryggi skiptir okkur öll miklu máli, þá sérstaklega hvað gangandi
vegfarendur varðar, ökumenn reiðhjóla, hlaupahjóla, rafskúta, vespa ofl. Á vef
samgöngustofu má nálgast gagnlegar upplýsingar um notkun og reglur sem vert er að
skoða, sjá https://www.samgongustofa.is/um/frettir/umferdarfrettir/skolabyrjun-1

 Ekki má koma með hnetur í skólann vegna bráðaofnæmis.

 Að lokum minnum við á starfsáætlun skólans fyrir skólaárið 2021-2022, sjá á
heimasíðu Vallaskóla https://vallaskoli.is/skolinn/starfsaaetlun/.

Með kærri kveðju.
Starfsfólk Vallaskóla

Mynd fengin af: https://unsplash.com/photos/Z2ImfOCafFk