Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Vallaskóla.
Með þessu bréfi vildum við minna á dagskrá næstu daga. Mánudaginn 31. október verður starfsdagur en þá verða nemendur í fríi. Þriðjudaginn 1. nóvember verða foreldraviðtöl haldin. Viðtölin fara fram í skólanum en foreldrar/forráðamenn panta viðtalstíma í Mentor. Umsjónarkennarar munu opna fyrir viðtalspantanir frá og með morgundeginum, 26. október. Áherslur viðtalsins verða lagðar á sjálfsmat og líðan nemenda. Sjá nánar upplýsingar frá umsjónarkennurum. Athugið að kennarar hafa leyfi til að dreifa viðtölum á bæði starfs- og foreldradag. Á viðtalsdaginn minnum við ykkur á að athuga með óskilamuni en þeim verður stillt upp á göngum skólans. Þeir munir sem ekki skila sér til réttra eigenda verða að lokum gefnir til Rauða krossins. Hlökkum til að sjá ykkur öll. Með kærri kveðju. Starfsfólk Vallaskóla.