Innanhússupplestrarhátíð Vallaskóla, sem er hluti af þátttöku skólans í Stóru upplestrarkeppninni, fór fram mánudaginn 7. mars sl.
Hátíðin er mikilvæg og skemmtileg í huga okkar í Vallaskóla – þetta er hátíð 7. bekkinga. Allir nemendur 7. bekkjar eru þátttakendur frá upphafi (16. nóvember) en þrír fulltrúar úr hverjum bekk, og einn til vara, eru valdir að lokum til að taka þátt í innanhússkeppninni. Hægt er að skoða myndaalbúm frá hátíðinni undir ,,Myndefni“ hér á síðunni (albúm 2010-2011).Þeir sem tóku þátt í ár voru:
Árni Hoffritz
Kári Valgeirsson
Álfrún Björt Agnarsdóttir
Aron Óli Lúðvíksson
Þórdís Eva Harðardóttir
Bjarki Þór Sævarsson
Ísabella Rós Ingimundardóttir
Þórir Gauti Pálsson
Sesselja Sólveig Birgisdóttir
Varamenn: Þóra Jónsdóttir, Ástþór Eydal Friðriksson, Guðbjartur Daníel Guðmundsson.
Skemmst er frá því að segja að dómarar keppninnar, þær Jósefína, Þórdís og Sigrún, voru í stökustu vandræðum með að velja þrjá fulltrúa úr þessum magnaða hópi til að taka þátt í aðalkeppninni sem fram fer nk. mánudag 14. mars í Hveragerði (aðalkeppnin sem er haldin á svæði Vallaskóla). Þær hefðu helst viljað senda alla, svo vel stóðu krakkarnir sig.
En þrír fulltrúar, og einn til vara, voru engu að síður valdir. Þeir eru:
Álfrún Björt Agnarsdóttir
Bjarki Þór Sævarsson
Sesselja Sólveig Birgisdóttir
Til vara: Aron Óli Lúðvíksson
Minningarsjóður Ásgeirs Jónsteinssonar veitti viðurkenningar fyrir góðar framfarir í íslensku. Þær viðurkenningar hlutu:
Ástþór Eydal Friðriksson
Eydís Arna Birgisdóttir
Logi Jökulsson
Sigurbjörg Agla Gísladóttir
Þóra Jónsdóttir, Theódóra Guðnadóttir og Sesselja Sólveig Birgisdóttir (allt nemendur úr 7. bekk) spiluðu nokkur lög undir stjórn skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga, Roberts Darlings.
Sérstakar viðurkenningar voru veittar þeim sem fara fyrir hönd Vallaskóla í aðalkeppnina – bókagjafir frá Minningarsjóði Ásgeirs Jónsteinssonar. Allir þátttakendur fengu svo bókina Skólaljóð að gjöf.