Á döfinni

Skólavistun

Skólavistun Vallaskóla verður opin fyrir börn sem þar eru skráð til og með 15. júní og opnar aftur eftir sumarleyfi miðvikudaginn 3. ágúst.

Afgreiðslutími á skrifstofu

Skrifstofa Vallaskóla verður opin til og með 16. júní. Þá er komið að sumarleyfi en skrifstofan opnar aftur 8. ágúst. Starfsdagar hefjast 15. ágúst og setning skólaársins 2011-2012 verður 22. ágúst.

Með ósk um gott sumar!

Skólaslit í 1.-9. bekk

1.-2. bekkur kl. 8.30 í Sandvíkursalnum og svo í heimastofur.

3.-4. bekkur kl. 9.00. Mæting í Sandvíkursalnum og svo í heimastofur.

5.-7. bekkur kl. 10.00. Mæting í heimastofur og svo í íþróttasal.

8.-9. bekkur kl. 11.00. Mæting í íþróttasal og svo í heimastofur.

Foreldrar og forráðamenn velkomnir!

Skólaslit í 10. bekk

Minnum enn og aftur á að skólaslit í 10. bekk fer fram föstudaginn 3. júní kl. 18.00.

Generalprufa fyrir nemendur er kl. 12.00 sama dag. Nauðsynlegt að allir mæti.

Tenglar skipuleggja kaffiveitingar í samráði við foreldra eins og fram hefur komið í upplýsingabréfi og boðsbréfi. Þeir hafa nú þegar gert yfirlit um það sem hver forráðamaður á að koma með og það var sent í tölvupósti fyrir örfáum dögum síðan. Nauðsynlegt er að allir komi með veitingar á kaffihlaðborð skv. skipulagi tengla. Forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að koma veitingunum til skila á milli kl. 16-17 í mötuneytið á Sólvöllum 3. júní.

Sundkennsla 23.-27. maí

Í næstu viku 23.- 27. maí verður sundlaugin lokuð v/viðgerða.


Nemendur 5.- 10.bekkjar eiga að mæta í sundtímana í aðalanddyri skólans þar sem íþróttakennarar taka á móti þeim.


Íþróttakennarar í Vallaskóla.