Á döfinni

Foreldrakynningar – miðstig

Miðstigið (5., 6. og 7. bekkur) verður með foreldrakynningu föstudaginn 9. september kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk skólans tekur á móti foreldrum. Eftir stutt upphafserindi fylgjaforeldrar umsjónarkennurum inn í stofur.Gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur (fyrir utan nemendur í 5. og 7. bekk sem fara í verkgreinar þennan morguninn) eru heima þessa fyrstu tvo tíma og mæta svo kl. 9.30-9.50 (í löngu frímínútum). Hafragrautur er afgreiddur skv. tímatöflu.

Foreldrakynningar – efsta stig

Efsta stigið (8., 9. og 10. bekkur) verður með foreldrakynningu fimmtudaginn 8. september kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk skólans tekur á móti foreldrum. Eftir stutt upphafserindi fylgja foreldrar umsjónarkennurum inn í stofur. Gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur eru heima á meðan og mæta kl. 9.30-9.50 (í löngu frímínútum). Hafragrautur er afgreiddur skv. tímatöflu.

Foreldrakynning – yngsta stig

Yngsta stig 2., 3. og 4. bekkur verður með foreldrakynningu miðvikudaginn 7. september frá kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk tekur á móti foreldrum. Gengið er inn Engjavegsmegin. Eftir það fara foreldrar í stofur með umsjónarkennurum. Tekið verður á móti nemendum 2.-4. bekk á skólavistun og þar munu stuðningsfulltrúar sjá um þau á meðan foreldrarnir eru á kynningarfundinum.

1. bekkur verður með sérstakt kynningarkvöld og verða forráðamenn boðaðir á það sérstaklega.

Útileikfimi í 5.-10. bekk


5. – 10. bekkur verður í útileikfimi 23. ágúst – 9. september

M.a. verður farið í fótbolta, frjálsar, ratleiki og hlaup.

A.t.h.
Nemendur verða að koma með fatnað sem hentar til íþróttaiðkunar úti, þ.e.a.s. vera með föt til skiptanna.

Íþróttaskór eru nauðsynlegir.

Allir þurfa að muna að klæða sig eftir veðri.

Skólasetning 2011-2012

Skólasetning skólaársins 2011-2012 fer fram í dag, 22. ágúst. Tíunda starfsár Vallaskóla hefst.

Nemendur mæta sem hér segir:

2., 3. og 4. bekkur kl. 9.00. Íþróttasal Vallaskóla.
5., 6. og 7. bekkur kl. 10.00. Íþróttasal Vallaskóla.
8., 9. og 10. bekkur kl. 11.00. Íþróttasal Vallaskóla.

Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra verða boðaðir sérstaklega.