Á döfinni

Foreldradagur

Í dag koma nemendur og forráðamenn til viðtals hjá umsjónarkennara. Þá verður afrakstur vetrarannar gerður upp. Umsjónarkennarar senda út viðtalstíma.  Ath. að nemendur í 10. bekk verða með vöfflusölu til styrktar skólaferðalagi sínu í vor.

Foreldradagur Read More »

Þemadagar

2.-3. febrúar verða þemadagar haldnir í Vallaskóla. Þá er hefðbundið skólastarf lagt til hliðar og það brotið upp með fjölbreyttri þemadagavinnu.  Sjá nánar dagskrá hér: Yngsta stig Miðstig Efsta stig

Þemadagar Read More »

Framhaldsskólakynning

Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 18:00-19.20 verður kynningarfundur með námsráðgjafa Vallaskóla, Eydísi Kötlu Guðmundsdóttur, fulltrúum Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni. Fundurinn er mjög mikilvægur fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra. Hann verður í stofu 20 í Vallaskóla – Sólvöllum, gengið er inn frá Engjavegi.

Framhaldsskólakynning Read More »