Á döfinni

Bolludagur

Bolludagurinn er í dag. Nemendur í 10. bekk verða með bollusölu fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Er það liður í fjáröflun þeirra vegna skólaferðalagsins í vor. Bollurnar eru svo auðvitað á sanngjörnu bolludagsverði. Vatnsdeigsbolla með súkkulaði kostar einungis 150 kall. Vatnsdeigsbolla með súkkulaði, rjóma og sultu kostar 200 kall. Að auki er boðið upp á […]

Bolludagur Read More »

Þemadagar

Þemadagar standa yfir dagana 5. og 6. febrúar. Þemað í ár er ,,Í aldanna rás“. Á þemadögum setjum við stundatöfluna til hliðar og breytum til í skólastarfinu með því að fást við öðruvísi og spennandi verkefni, svona til að brjóta upp hina hefðbundnu stundatöfludagskrá. Allir hafa gott af því að breyta til. Sjá nánar fréttabréf

Þemadagar Read More »

Þemadagar

Þemadagar standa yfir dagana 5. og 6. febrúar. Þemað í ár er ,,Í aldanna rás“. Á þemadögum setjum við stundatöfluna til hliðar og breytum til í skólastarfinu með því að fást við öðruvísi og spennandi verkefni, svona til að brjóta upp hina hefðbundnu stundatöfludagskrá. Allir hafa gott af því að breyta til. Sjá nánar fréttabréf

Þemadagar Read More »

Framhaldsskólakynning

Þriðjudaginn 22. janúar nk. verður kynning á starfi framhaldsskólanna, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni. Kynningin fer fram í Sunnulækjarskóla og hefst kl. 18:00 í Fjallasal. Hún er ætluð nemendum í 10. bekk og forráðamönnum þeirra. Að kynningunni standa fulltrúar hvors skóla fyrir sig. Það verða þau Agnes Ósk Snorradóttir, náms- og starfsráðgjafi og Björgvin E. Björgvinsson, sviðsstjóri

Framhaldsskólakynning Read More »