Á döfinni

Námsmatsdagur 5.-10. bekkur

Fimmtudagurinn 30. maí – Námsmatsdagur 5. bekkur – Kl. 8.10 Próf í íslensku (málfræði). Kl. 9.50 Próf í dönsku. Nemendur taka prófin í bekkjarstofu. Nemendur fara heim að prófum loknum. 6. bekkur – Kl. 8.10 Próf í íslensku (málfræði og bókmenntir). Kl. 9.50 Próf í íslensku (stafsetning og skrift). Nemendur taka prófin í bekkjarstofu. Nemendur …

Námsmatsdagur 5.-10. bekkur Read More »

Þórsmerkurferð nemenda í 7. bekk

Nemendur í 7. bekk fara í skólaferðalag dagana 23. og 24. maí. Farið verður í Þórsmörk. Upplýsingar og leyfisbréf hafa nú þegar verið send út til forráðamanna. Nánari upplýsingar veita umsjónarkennarar. Mæting fyrir brottför fimmtudaginn 23. maí er í Vallaskóla kl. 8.10.

Hjóladagur 10. maí

Föstudaginn 10. maí verður haldinn hjóladagur í Vallaskóla með ýmsum uppákomum. Hjólaþrautabraut verður sett upp á skólalóðinni og lögreglan kemur í heimsókn og skoðar reiðhjól nemenda, stýrir fræðslu og umræðu um reiðhjól, vespur og almennt umferðaröryggi. Einnig munu Kiwanismenn koma í heimsókn og gefa nemendum 1. bekkja reiðhjólahjálma. Af því tilefni viljum við minna foreldra …

Hjóladagur 10. maí Read More »

Uppstigningardagur – skólaferðalag í 10. bekk

Í dag, fimmtudaginn 9. maí, er uppstigningardagur. Þá er frí hjá nemendum almennt en nemendur í 10. bekk eru í skólaferðalagi þennan dag og verða fram á föstudagskvöld. Þau leggja af stað miðvikudaginn 8. maí. Farið verður í Skagafjörðinn. Dagskrá á Bakkaflöt.