Á döfinni

Grænn dagur

Föstudaginn 20. september er grænn dagur í Vallaskóla. Þá eru allir, nemendur og starfsmenn skólans, hvattir til að klæðast einhverju grænu og styðja þannig Olweusaráætlunina gegn einelti og gera hana sýnilega á skemmtilegan hátt. Í því felst boðskapurinn auðvitað að allir vilja vera ,,græni kallinn“ í Olweusarhringnum.

Foreldrakynning í 2. bekk

Fer fram föstudaginn 20. september frá kl. 8.10-9.00. Tekið er á móti foreldrum í stofu 37 í Valhöll. Nemendur í 2. bekk verða í íþróttatíma á meðan foreldrakynningum stendur.

Foreldrakynning í 3. bekk

Fer fram fimmtudaginn 12. september frá kl. 8.10-9.00. Tekið er á móti foreldrum í stofu 7 á vesturgangi Sólvalla. Nemendur í 3. bekk mæta við umsjónarstofur sínar kl. 8.10 og verða í skipulögðu starfi á skólavistun á meðan foreldrakynningu stendur.

Foreldrakynning í 4. bekk

Foreldrakynningar í 4. bekk verða miðvikudaginn 11. september frá kl. 8.10-9.00. Mæting er í stofu 12. Gengið er inn um aðalanddyri eða inn vesturgang gengt Tryggvagötu. Nemendur verða í íþróttatíma á meðan foreldrakynningu stendur.

Fræðslufundur um nýja aðalnámskrá

Ný aðalnámskrá grunnskóla boðar talsverðar breytingar og uppstokkun á starfsháttum og inntaki náms á íslandi. Af þeim sökum standa Heimili og skóli og SAFT fyrir kynningarfundum víðs vegar um landið árið 2013 þar sem foreldrum er boðið að koma og fræðast um nýja námskrá. Fundur verður haldinn á Selfossi þriðjudaginn 10. september kl. 19.30 á sal Sunnulækjarskóla. Á …

Fræðslufundur um nýja aðalnámskrá Lesa meira »

Foreldrakynningar í 9. og 10. bekk

Boðað er til foreldrakynningar í 9. og 10. bekk mánudaginn 9. september kl. 8.10-9.30. Mæting er í Austurrýminu á Sólvöllum – gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur í 9. og 10. bekk mæta fyrst kl. 9.30 sama dag. Sjá einnig upplýsingar frá umsjónarkennurum. Deildarstjóri.