Á döfinni

Skreytingadagur

Í dag, föstudaginn 29. nóvember, er skreytingadagurinn. Skreytingardagurinn markar upphafið að aðventu í skólanum og tími til kominn að skreyta skólann, en ekki síst að bæta við ljósum í svörtu skammdeginu. Skólinn býður nemendum sínum upp á kakó og smákökur eins og hefð er fyrir. Sjá annars upplýsingar frá umsjónarkennurum.

Árshátíð unglingastigs

Árshátíð í 8., 9. og 10. bekk Vallaskóla verður haldin í íþróttahúsi Vallaskóla, fimmtudaginn 28. nóvember 2013. Kvöldið hefst á hátíðarkvöldverði fyrir 10. bekk. Húsið opnar kl. 18.00 en borðhald hefst kl. 18:30. Boðið verður upp á tveggja rétta kvöldverð. Hátíðardansleikur fyrir 8.-10. bekk: Hátíðardansleikur verður síðan í íþróttasalnum fyrir nemendur í 8. – 10. …

Árshátíð unglingastigs Read More »

Foreldradagur

Í dag mæta nemendur með forráðamönnum til foreldraviðtals hjá umsjónarkennara sínum. Sjá viðtalaskrá umsjónarkennara. Minnum á veitingasölu foreldra og nemenda í 10. bekk til styrktar útskriftarferð sinni í vor. Í boði er að kaupa vöfflur með rjóma/sultu, kaffi og kakó. Kökubasar verður einni haldinn og því um að gera að kíkja á úrvalið til að …

Foreldradagur Read More »

Starfsdagur

Nú undirbúa starfsmenn skólans foreldradag fyrir morgundaginn og annaskipti. Nemendur eru í fríi. Opið er á skólavistun.

Starfskynningar í 10. bekk

Dagana 30.-31. október og 1. nóvember verða helgaðir starfskynningum í 10. bekk. Nemendur heimsækja fyrirtæki/stofnanir fyrstu tvo dagana en koma svo í skólann föstudaginn 1. nóvember og skila vinnubók og munnlegri skýrslu. ATH! að kennt er skv. stundaskrá 1. nóvember eftir fyrstu tvo tímana. Hægt er að nálgast starfskynningargögnin hér á síðunni ef einhver hefur …

Starfskynningar í 10. bekk Read More »