Föstudaginn 26. janúar fór Flippkisi fram í Vallaskóla.
Þetta er í fimmta sinn sem Flippkisi er haldinn en þar er árgöngum 7., 8., 9. og 10. bekkjar blandað saman. Alls eru rúmlega 300 nemendur í árgöngunum fjórum og mynduðu þeir 18 lið að þessu sinni. Deginum áður hittust liðin undir stjórn fyrirliða, sem eru úr hópi nemenda í 10. bekk. Þar var farið yfir þrautir morgundagsins, ákveðið nafn á liðið og jafnvel þema í klæðaburði.
Starfsfólk útfærðu 18 stöðvar með mismunandi þrautum. Liðin fengu stig eftir því hvernig þeim gekk að leysa þrautirnar og hversu vel þeim gekk að styðja hvert annað á meðan á þrautinni stóð. Stuðningsstigin verða til þess að mikil stemning myndast og gleðin gleymist ekki í keppninni.
Sigurliðið að þessu sinni var Ringulreið. Óskum við þeim til hamingju með glæsilegan sigur og góða liðsheild. Hægt er að sjá hópmyndir frá liðunum ásamt innsýn í allar þrautir (story highlights) á Instagram-síðu Vallaskóla: @vallaskoliselfossi
Markmið Flippkisa er að kynna 7. árganginn fyrir nemendum og starfsfólki 8., 9. og 10. árgangs. Óhætt er að segja að markmiði Flippkisa var náð að þessu sinni og hlakkar okkur til næsta Flippkisa að ári.