Nemendur 3. árgangs ásamt fríðu föruneyti kennara og forráðamanna skelltu sér í fjöruferð á Stokkseyri á dögunum.
Verkefnið er dæmi um afar vel heppnað samstarf heimila og skóla þar sem nemendur gátu nýtt fjöruferðina í tengslum við undangengna vinnu við námsefni um hafið.
Veðrið lék eins og má sjá við fjörulallana og var mikil ánægja með verkefnið.
Samstarf til fyrirmyndar!