Sjötta desember var Fjölmenningardagur Vallaskóla.
Af því tilefni var öllum nemendum skólans, af erlendum uppruna, boðið til samveru í Fjölmenningardeildinni. Þar komu saman sjötíu nemendur með tengsl við 20 lönd önnur en Ísland. Undi hópurinn sér við spjall, spil og föndur. Um miðbik samverunnar var haldið út á skólalóð þar sem tekin var mynd af hópnum. Ekki gátu allir verið með en um eitt hundrað nemendur tilheyra þessum hópi í skólanum.